fimmtudagur, 7. júní 2007

Ekki vandamálið !!

Sæl veriði!
Hér gengur lífið sinn vanagang, en mikil spenna ríkir hjá The Óskar´s þar sem óðum styttist í flutninga...en nú er planið að flytja inn þarnæstu helgi. Óskar & Haffi byrja að parketleggja TV-holið á morgun og svo er bara harkan 6 áfram..máli máli lakki lakki.. Breytingarnar nú þegar eru ótrúlega miklar, sérstaklega þar sem sumarbústaðafílingurinn var hvað mestur (en stigaop + tv-hol var þakið panell sem var orðinn ansi gulur á litinn). Ég mun reyna að setja inn myndir þegar þetta verður allt orðið tipp topp!
Þegar við tókum þessa ákvörðun um að flytja hingað, var auðvitað nr. 1, 2 & 3 að hér væri vinnu að fá fyrir okkur skötuhjúin, og ég get sagt ykkur að það stenst alveg, því Óskar er ekki að vinna í húsinu okkar í kvöld heldur í sumarbústað upp í Lóni að pípuleggja!!!. Það er reyndar fjölskylduvinur sem er í vandræðum því hann fær ekki pípara, en hann hafði samt samband við einn fyrir 1 og 1/2 mánuði síðan, bara til að vera alveg "sjor" á því að það yrði ekkert vesen..... en auðvitað er enginn pípari laus. En mikið er ég fegin að ástandið sé svona en ekki á hinn veginn!
Við Elín Ósk skruppum í göngutúr á Sjómannadaginn, sem er nú ekki merkilegt, nema að ég mætti manni sem vildi endilega að ég færi bara að kenna strax í haust...hmmm??....og hvað?? Myndmennt!!!! Dæsus...ÉG..kann ekki að teikna Óla prik hvað þá meira. Það vantar s.s. myndmenntakennara hingað (og reyndar bara kennara almennt) til að kenna 1.-3. bekkingum. Hér með auglýsi ég eftir áhugasömum einstaklingum í þá stöðu. Drífið ykkur á Höfn kennaranemar :)..Ragna mín..þú hefðir gott af smá slökun..hehehe..
Jájá, en hún Elín mín ætlar að vera heima með mömmu fram að áramótum...og þá sé ég til!
Lifið heil....

7 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Blessuð! Gaman að þú skulir vera komin í bloggið-ég gerðist svo djörf að setja þig inn á mína síðu..er það ekki í lagi?

Egga-la sagði...

Hlakka til að sjá myndir af húsinu!Og nýjar af dætrunum. Og mér sýnist líka að það vanti linka á 2 börn hjá þér ! bið að heilsa sveitafólkinu:-)

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta!
Gaman að þú sért farin að blogga. Gott að það gengur vel hjá ykkur í framkvæmdum. Við fylgjumst spennt með.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Frabert, frabaert, hlakka til ad sja myndir lika. Eg held thu vaerir god i myndmennt Iris min, minnist goda Pictionary tima. Reyni ad hringja i thig um helgina og heyra i ther hljodid.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað kennir þú myndmennt elsku dúllan mín. Efast ekki að þú rúllir því upp eins og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. Aldrei að vita nema borgarbúi númer 1. mæti á svæðið í sumar og hristi all hressilega upp í sveialífinu....hahahahahahaha
Kv. af nesinu.

Nafnlaus sagði...

Hæ Íris mín, gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga. Það er gott að það sé nóg að gera hjá ykkur. Okkur klakkar rosalega mikið til að koma í heimsókn á ma´nabraut 2.
Bið kærlega að heilsa öllum
kv Gummi bró

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel í húsastússi og mig langar svvvooo að sjá myndir:-) og til hamingju með the Óskar's... bara glæsilegt.
Knús frá Odense