miðvikudagur, 13. júní 2007

Lítil ástarsaga....:)

Þá er það ákveðið! Næsta sumar verður brúðkaupið haldið á landi ísa, nánar tiltekið á Lækjarbrekku. Risa stórt veislutjald mun rísa þar, vonandi í bongóblíðu á íslenskan mælikvarða (má líka alveg vera á danskan, sænskan eða norskan mælikvarða.....anyway) og þar verður svo dansað & drukkið fram á morgun. Það þarf víst að fara að telja gestafjöldann & taka frá gistingu, því hér er ferðamannabransinn í miklum blóma, og þegar farið að bóka fyrir næsta ár. Er ekki betra þá að ákveða daginn?! Jú, líklega.
En það var fyrir tæpum 15 árum síðan að draumaprinsinn fannst, og á Höfn, af öllum stöðum. Það er alltaf þannig að þegar nýtt "kjöt" kemur í bæinn & fer á röltið, þá mætti halda að maður sé nakinn á röltinu...svo mikla athygli fær maður, flautað & gefið í eins og ég veit ekki hvað. En svona stælar hrifu mig alls ekki!!........svo kom 5. september & Elli Gull ákveður að halda upp á afmælið sitt heima hjá Óskari sem var einn heima. Ég fór í partýið og kom fljótt auga á rosalega sætan strák sem var e-ð að glamra á gítar, dökkhærður, með skipt í miðju, bláeygður með kringlótt gleraugu :)................ekkert gerðist þar, en svo var farið í annað partý. Fljótlega var Íris komin í fangið á Óskari sínum, en á þessum tíma var ég nýflutt frá Danmörku & var hrikalega dönsk í alla staði. Var léleg í íslensku & kunni ekki fullt af orðum, & stundum byrjaði ég bara að tala dönsku án þess að taka eftir því strax. Ástföngnu unglingarnir eru e-ð að knúsast í einum hægindastólnum í partýinu þegar Óskar segir e-ð á þessa leið:,,Mér finnst þú æðisleg & held ég sé hrifinn af þér....er það gagnkvæmt?" GAGNKVÆMT!!!!!! ALARM!!!! Hvað í andsk... þýðir GAGNKVÆMT???##$%"%" Íris hefur ekki hugmynd um hvort hún á að segja já eða nei, en verður að hugsa hratt, & finnst eftir smá pælingar orðið gagnkvæmt vera frekar neikvætt orð og segir því: ,,Nei!" Óskar verður frekar furðulegur á svipinn & sleppir höndunum sem annars héldu svo þéttingsfast utan um Írisi sína......Íris ákveður því að viðurkenna fávisku sína: ,,Hvað þýðir það annars?"
Já & svo vita flestir sem okkur þekkja framhaldið... ups & downs, en þó aðallega ups. 15 ár með stuttum hléum, yndislegar dætur, blússandi hamingja & bestu vinir...er þá ekki kominn tími til að ganga í hjónaband?!

Over...Íris den danske pige ;)

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nau,nau....er ekki Íris bara byrjuð að blogga. Mér lýst vel á það, það væri sniðugt að fá svona before and after myndir af mánabrautinni.
kv Hlynur

Nafnlaus sagði...

Herre Gud! eru komin 15 ár!!! ég man svo ótrúlega vel eftir þessum tíma og þegar þú komst fyrst í fjörðinn fagra og áttum við saman skemmtilegar stundir... good old times:-) alltaf gaman að rifja upp þennan tíma í góðra vina hópi.
En til hamingju... og þá er bara að byrja að skipurleggja stóra daginn.
Ég skal reyna mitt besta að koma með veðrið með mér á Humarhátíðina:-) langar sko ekki að vera í rigningu á ská og sólarleysi í allt sumar!
En hvernig væri að setja inn svona eins og 1 til 2 myndir af framkvæmdunum?!?!

Nafnlaus sagði...

He..he. Mjög skemmtilegur pistill hjá þér Íris mín. Ekkert smá fyndið að þú hafir verið svona dönsk og sagt nei! Hilarious!
Það er naumast að það er mikið að gera hjá ykkur, flutningar, framkvæmdir, nám, börn og svo brúðkaup! Gangi ykkur vel og til hamingju með hann Óskar þinn og sveinsprófið.
Knús
kv.Linda

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hahaha-til hamingju með þetta allt saman. En 15 ár! Tíminn líður ekki neitt smá hratt en samt eldist maður ekki neitt...

Nafnlaus sagði...

Hlakka ekkert smá til þegar kemur að brúðkaupinu...en 15 ár það er rétt tæplega helmingur ævi þinnar...þú hefur nánast alist upp með honum Óskari þínum ;) enda eruð þið samasem eitt.

Líst vel á að fá myndir af breytingum...bíð spennt

Hafið það gott
Kveðja frá ökkur öllum ;)

Nafnlaus sagði...

Gud, var buin ad gleyma thessu med gagnkvaemt. Endalaust fyndid. Hlakka svo til naesta sumars. Mer er sama hvar eg verd i heiminum. Eg verd a Hofn (LOKSINS!) hvaenaer svo sem stori dagurinn verdur. Eg er buin ad panta goda vedrid, thannig ad vid thurfum ekkert ad spa neitt i thvi meira.

Nafnlaus sagði...

...hehehe já sagan er góð....á eina svipaða......."Ertu hreinn sveinn??"....HA???? hvað er það??? Okkur hlakkar mikið til að komast í giftingu næsta sumar.

Bið að heilsa
Kv Gummi

Nafnlaus sagði...

Hlutirnir gerast greinilega í sveitinni....hahaha
Til lukku mín kæra, sé þig í anda á "rúntinum" í æji þú veist þarna í sveitinni....Höfn eitthvað...haha
Knús og kossar úr borginni.

Borgarbúi númer 1 kveður!

Nafnlaus sagði...

Hvenaer verdur akvedid med dagsetninguna?

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ... vona að allt gangi vel hjá ykkur. Ég er komin til landsins og alvara lífsins tekin við! vakan í vinnu á hverjum morgni. En ég hef læst síðunni minni og er lykilorðið nafnið á prímadonnunni á heimilinu og ef þið munið ekki hvað hann heitir þá bara senda mér línu:-)
Knús úr Hfj

Nafnlaus sagði...

Æðisleg saga :) Sé alveg fyrir mér svipinn við að fá bara NEI! he he :)
Hlakka til að sjá myndir, bestu kveðjur á Höfn

Heiðrún R.