sunnudagur, 3. júní 2007

Allt á fullu en samt svo næs :)

Jájá, auðvitað varð ég að blogga eins og allt normalt fólk. Þessi stóra ákvörðun var endanlega tekin þar sem ég hef flúið stórborgina Reykjavík og komið mér fyrir á þeim merka stað Hornafirði, og mun þess vegna ekki hitta mína vini og vandamenn eins oft og ég gjarnan vildi.....gerir maður það nokkurn tímann??
Búslóðinni var hent á methraða inn í bílskúrinn (hans Óskars auðvitað) og í dag voru penslar, rúllur og aðrar nauðsynjar til málningarvinnu rifnar úr umbúðum og ermar uppbrettar enda 170 fm sem þarf að mála a.m.k. 2 - 3 umferðir. Svo þarf að lakka, pússa og ýmislegt annað álíka skemmtilegt.
Dagmar Lilja (sem er með snemmbúna unglingaveiki, eða 3ja ára veikina) er byrjuð í aðlögun á Lönguhólum og gengur bara vel. Hún er mikil félagsvera þessi elska og leiðist að hanga með mömmu og litlu systur daginn út & inn, hún vill action!! En hún er jafnframt viðkvæm sál og við vonum að hún verði áfram svona dugleg!
Junior er með ótrúlegt jafnaðargeð og er að taka tennur. Það sást glitta í þá fyrstu bara í dag og sú stutta 5 mánaða á morgun.
Það er s.s. allt á fullu, en samt er þetta allt öðruvísi dagar en í henni Reykjavíkinni. Ég er t.d. ekki nema 5 mín að labba í nýja húsið frá tengdó, þarf ekki að hafa áhyggjur af Dagmar og umferðinni, verð ekki vör við hurðaskelli, fulla kerlingu né bílflautur allan sólarhringinn.. og hér er hægt að "skreppa" í heimsókn..það tekur lágmark 1 og 1/2 klst í RVK.
Já, þið ættuð því að skynja ánægju mína með það að vera komin með dæturnar (og kallinn:) í rólegheitin. Ég mæli með þessu ef þið mögulega hafið kost á!!
Over & out...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hae elskan min,
Gaman ad heyra fra ther. Var farin ad bida spennt eftir frettum af flutningunum. Juni eda juli fyrir brudkaupid, skiptir mig engu mali, eg maeti hvenaer sem er. Veit ekkert hvar eg verd tha a thegar, en thad skyrist. Vona ad thad gangi vel ad mala svo thig getid flutt inn fljotlega. Knus og kossar, Eva.

Nafnlaus sagði...

Mikið var að þú byrjaðir að blogga Íris mín, get ekki beðið eftir að fá fréttir af þér og þínum.

Nafnlaus sagði...

Bara frábært að þú sért farin að blogga:-) og ég skil þig svo ótrúlega vel og hvernig þér líður að flytja heim og ekki leiðinlegt að vera komin í gamla heimilið sitt:-) ég veit það bara sjálf að það er yndislegt að alast upp á Hornafirði, staður sem er ekki mikill hraði, stutt í allt og allir þekkja alla, bara æðislegt. Og ekki skemmir að ömmur og afar eru nánast í næsta húsi! gangi ykkur vel að mála pússa og allt það, skilst að Óskari finnst ekki gaman að mála... ætlar hann þá bara að sjá að pússa og þrífa eða?!?!:-) En það styttist í að ég komi heim og Humarhátíð handan við hornið og hlakka til að sjá ykkur þá.
Knús frá Odense

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ á Hornafjörðinn :)
Mikið trúi ég að þið séuð ánægð að vea komin í sveitina.
Til hamingju með flutninginn og gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir í nýja húsinu.
Bestu kveðjur frá Ísafirði,
Heiðrún R.

Nafnlaus sagði...

Flott framtak hjá þér Íris mín...það verður gaman að koma hér inn og fylgjast með lífinu á Mánabrautinni. Sveitasælan er indæl...ekkert stress og óþarfa puðerí daginn út og inn. Hlakka svo til að sjá myndir af villunni...og svo kíkjum við auðvitað í ágúst.
Hafið það gott...
kveðjur í kotið frá húsavíkurgenginu ;)

Nafnlaus sagði...

Hlökkum til að koma við í sumarfríinu og sjá ykkur og nýja heimilið!!!
verð að viðurkenna að ég öfunda ykkur mjög af þessu með "skreppið";) það er svooo notalegt þegar engar útréttingar taka lengri tíma en 7 mínútur:)
Sendum knús...þangað til næst!!

Nafnlaus sagði...

Blessuð og sæl sveitapía.
Þótt þú flytjir til Hornafjarðar OMG! þá sleppur þú ekki við kennógengið þitt.....hahahaha
Hlakka til að heyra af ævintýrum þínum.

Kv. Ragna