mánudagur, 25. júní 2007

Hátíð í bæ!!

Þá er að koma að því að við fjölskyldan flytjum á Mánabrautina, JúHÚÚÚ!!! Eftir langt og strangt vinnuferli erum við byrjuð að þrífa (sem er jú líka mikil vinna), en það er bara svo gaman að sjá fyrir endan á þessu. En VÁ hvað er rosalega skítugt! Það er s.s. hátíð í bæ á Mánabrautinni, en svo er líka að koma að Humarhátíð...og spáin....rigning en ekki hvað! Það hefur ekki rignt hérna í 3 vikur eða lengur...bíð bara eftir skógareldum eins og þegar ég var hjá henni Evu minni í Borrego í 50 stiga hita....kannski ekki alveg jafn heitt...og ekki skógur nálægt...nú jæja....
Já það sem er mest spennandi við humarhátíðina að þessu sinni er fyrsta ljósmynda- og málverkasýning Hlynsa bró. Ég hvet auðvitað alla sem mögulega geta að láta sjá sig og skoða frábærar myndir. Ég hef mikla trú á honum Hlynsa mínum!
Alltaf þegar ég ætla að skrifa pistil þá lætur hún Elín Ósk eins og hún hafi hvorki fengið vott né þurrt í marga daga, þannig að ég læt þetta gott heita að sinni. Næsti pistill verður vonandi skrifaður á Mánabrautinni :) JEIJ!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku skvís.
Það verður frábært að komast í slottið og hafa það næs. Bíð spennt eftir myndum og svo kannski eins og einu samtali á msn...haha
kv. Ragna from the city!

Nafnlaus sagði...

Frabert ad thid seud flutt eda ad thid seud ad flytja. Eg heimta ad fa ad sja myndir sem fyrst. KOma svo! Sakan ykkar, Ebbilius

Nafnlaus sagði...

Vá, það er naumast að gera hjá ykkur eins og vanalega. Til hamingju með að vera komin í húsið. Örugglega ekki leiðinlegt þegar þrifin og flutningarnir eru að baki.
Spennandi ár framundan hjá ykkur í bongó blíðu og brúðkaupsundirbúningi.
Auðvitað kem ég í heimsókn í sumar ef að ég dríf svona langt.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Ég bara verð að kommenta aftur.
Ég kíkti á síðuna hjá Hlyni bróður þínum og þvílíkur snillingur sem maðurinn er. Ég verð upptekin á næstunni að skoða síðuna hans. Verð að komast á sýningu hjá honum eða að fá að kíka á vinnustofuna þegar ég kem í heimsókn.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Frábært að það sé loks komið að þessu hlakka til að koma og sjá.
Kv Enika

Nafnlaus sagði...

Jæja gott að það sé að líða að þessu hjá ykkur, og svo erum við að koma til landsins á sunnudaginn þannig að það er allt að ské!!! Vonandi verðið þið ekki farin!!
Heyrumst fljótlega
kv Gummi Bró
p.s ég hef enga trú á Hlyn