föstudagur, 27. júlí 2007

Það þarf svo lítið....

Þið sem hafið eignast börn þekkið hve ótrúlega ómissandi maður er á meðan barnið er á brjósti. Það er varla hægt að skreppa frá lengur en 2-3 klst í senn, annars er allt vitlaust! A.m.k. er það þannig í mínu tilfelli, því hún Elín mín ELSKAR brjóstið meira en allt annað. Núna er hún aðeins farin að borða grauta & ávaxtamauk, en hún fær samt sjússinn sinn nokkrum sinnum á dag & sérstaklega er hann mikilvægur fyrir svefninn. Eftir að hún er sofnuð á kvöldin, milli 19 & 20, þá tekur Óskar við vaktinni með stoðmjólk í glasi, just in case. Nú er ég s.s. að minnka bróstagjöfina & bara það að vera laus á kvöldin er ÆÐI!! Þessi elska var farin að vakna 4-6 sinnum á nóttu til að hafa það kósý hvort sem hún var svöng eða ekki, & skapið mitt var eftir því daginn eftir :/ Við fluttum hana í sitt eigið herbergi & síðan þá hafa allir sofið miklu betur...hallelúja! Hún var að vakna eflaust við hroturnar & bylturnar okkar, & ég vaknaði við minnstu hljóð í henni...þannig að ég mæli með þessu eins snemma & foreldrar treysta sér í þennan aðskilnað :) Að þurfa ekki að gefa henni í 12 klst er þvílíkur lúxus að það hálfa væri nóg, & hélt ég uppá það s.l. þriðjudagskvöld með einu glasi af mjög góðu hvítvíni...mmmm...kannski maður fái sér annað í kvöld!
Næsta helgi er heldur betur viðburðarík hér í bræðslubænum Höfn, því hingað flykkjast hópar af ungu afreksfólki í íþróttum, þjálfurum & foreldrum. Bærinn verður s.s. fullur af fólki, sem er frábær tilbreyting um Verslunarmannahelgina, þar sem fólk er annars vant að fara eitthvert annað. Að því tilefni skaut pabbi því að mér að ég mætti alveg vinna hjá honum í Nettó þá helgi, þar sem það verður brjálað að gera & opið lengur en vanalega. Ég , sem er búin að vera svona ómissandi heimavið, en að verða aðeins frjálsari, tók þessari bón hans fegins hendi & get ekki beðið eftir að fara að vinna. Auðvitað er húsmóðurhlutverkið mjög krefjandi & full vinna, en þetta er samt allt öðruvísi. Bara það að komast aðeins í annað umhverfi, þó það verði mjólkurkælirinn eða við búðarkassann, verður þvílíkt gaman..jeij!! hehe..skiljiði mig!?
Já, það þarf ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta..Nettó here I come!!hehe..
Hafið það gott elskurnar...

1 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég ætla ekki að segja neitt annað en þetta: ég skil þig fullkomnlega! Góða skemmtun í Nettó.