þriðjudagur, 10. júlí 2007

Skrúðgarðurinn mikli!

Þar sem okkar yndislega húsi fylgir stór & mikill garður, þýðir víst lítið að sitja inni á kvöldin & glápa á imbann. Mín lagðist á fjórar þegar skotturnar voru sofnaðar í gær & beint í beðin. Því miður er ALLT of mikið af þeim, þannig að það sem ég afrekaði þessa kvöldstund má helst líkja við krækiber í helvíti, svo mikið er eftir...:( Reyndar kemur mér gríðarlega á óvart hversu mikið ég fæ út úr þessari garðvinnu, mér finnst fátt eins notalegt & hlusta á kyrrðina í góðu veðri að kvöldi & róta í arfanum. Ég man vel hvað mér þótti þetta hrikalega leiðinlegt hérna áður fyrr, en þá átti ég ekki garðinn sjálf, & svo er það bara þessi yndilega ró sem færist yfir mann sem ég elska, þar sem lítið er að henni svona dags daglega með eina sem er með 3ja ára veikina á mjög háu stigi & svo hina litlu sem heitir ekki Elín Ósk fyrir ekki neitt!!
Við höfum reyndar tekið þá ákvörðun að fækka beðunum verulega & einfalda þetta (ó)skipulag. Við höfum engan tíma fyrir svona mikla arfavinnu!
En yfir til ykkar!!
Íris með græna fingur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldrei lognmolla á stóru heimili, börnin í bólið og búmóðir í beðin!
En eins og þú segir er þetta örugglega aðeins öðruvísi þegar maður á beðin sjálfur. Það er gott að rækta garðinn sinn, en skil ykkur líka að endurskipuleggja hann svo að þetta verði ekki of mikil vinna.
Fylgist með ykkur elskurnar.
Kv. Linda

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér leið nákvæmlega eins og þú lýsir þessu með garðvinnunna. Ég þoldi illa að hjálpa til í garðinum heima en núna, þegar ég á orðið minn eigin garð þá hef ég gaman að þessu. En um að gera að breyta eftir ykkar höfði, þetta má heldur ekki verða of mikið.

Nafnlaus sagði...

Nei, nú fórstu alveg með það. Ánægja í arfastríði......held að allt þetta hreina sveitaloft sé búið að skemma hina mjög svo heilbrigðu skynsemi sem einkenndi konu að nafni íris Heiður og gekk hún í Kennó með mér.....hahahaha

Borgarbúi nr.1 þarf núna áfallahjálp og verður hún í formi fljótandi veiga og hananú.