sunnudagur, 15. júlí 2007

Íris garðyrkjufræðingur to be!

Jæja gott fólk, best að láta aðeins vita af sér, þótt ekki sé um nein stórtíðindi að ræða. Garðurinn var til umræðu hér síðast & gengur bara þokkalega að rífa burt illgresi, vökva & slá. Fékk hjálp í dag frá mömmu & varð voða fegin að heyra hana segjast ætla að koma aftur í beðin..allir velkomnir:) Hún Ragna mín var ekki alveg að skilja ánægju mína með garðvinnuna, enda er hún borgarbarn & býr líka á Seltjarnarnesinu, þar sem er alltaf ROK, & því leiðinlegt að vinna í garðinum í slíku veðri..hehehe..kannski maður skíri eins & eina plöntu í garðinum í höfuðið á henni, einhverja sem er svolítið erfitt að eiga við:):) Og svo ég slútti þessu garðatali, í bili a.m.k. þá náði ég mér í stóru garðabókina, svo ég viti kannski e-ð pínulítið um garða!
Ég hef alltaf litið á mig sem mikinn dýravin, þó ég eigi engin dýr sjálf, en þau kvikindi sem maður rekst á í garðinum (get ekki slitið mig frá því umræðuefni) eru síður en svo í uppáhaldi. Ég kála öllum þeim köngurlóm sem ég sé með garðverkfærunum.. Sorry...en ég ÞOLI ekki þessi kvikindi!
Annars sakna ég sólarinnar á Höfn, sérstaklega þegar fréttir af bongóblíðu úr Reykjavík heyrast dag eftir dag. Hér var fínasta veður í júní, en það er alltaf þessi gola eftir hádegi, nánast á slaginu 12, sem við ætlum ekki að losna við. Ég verð bara að trúa því að afmælismánuðurinn góði bjargi sumrinu hér í sveitinni.
Við bíðum svo spennt eftir öllum ferðalöngunum sem ætla að leggja suð-austurland undir fót & bjóða þeim öllum í kaffi & meðí (líklega úr bakaríinu, nema einhver kenni mér að baka..en það er umræðuefni í langan pistil) eða jafnvel humar. En von er á fjölskyldumeðlimum & öðrum vinum næstu daga, gaman gaman!
Kveð ykkur að sinni & minni á að kvitta, það er svo gaman:) Koma svo!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já var það ekki, orðin að erfðri plöntu á Höfn í Hornafirði af öllum stöðum!!!!!hahahahahahaha
Held hreinlega að þetta toppi mína mjög svo viðburðarríku viku.
Sendi sólarkveðjur í sveitina, ætla sjálf aftur út á svalir, svo lygilega vill til að það er logn á Nesinu og ég á leið í SÓLBAÐ í blíðunni.....hahahahahaha

Borgarbúi nr.1 kveður að sinni

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Auðvitað rúllarðu garðvinnu upp, bakar svo þrennar kökur, saumar svo út, heklar svo trefla og prjónar svo lopapeysur. Allt þetta gerirðu eftir að börnin eru komin í háttinn:)

Nafnlaus sagði...

Ég myndi ekki búast við mér í garðvinnu:)

Nafnlaus sagði...

Hae elskurnar,
Mamma og pabbi eru a leid heim eftir frabaera viku. Vorum i Montreal i 4 daga, fraber borg, maeli med henni fyrir alla. Fraber matur og yndislegt folk. Langar ad flytja til Islands. It's that time again. Sakna thin Iris min, verdum endilega ad fara ad heyrast fljotlega. Eg reyni ad hringja naest thegar eg er i frii. Knus og kossar. Ebbilius