mánudagur, 2. júlí 2007

Heima er BEST

Loksins erum við flutt. Við sváfum fyrstu nóttina okkar á Mánabrautinni síðastliðna nótt & það var auðvitað bara æðislegt, & meira að segja hún Elín Ósk svaf til rúmlega 9, & það hefur ekki gerst í laaaangan tíma :)
Ég er búin að taka slatta af myndum til að sýna ykkur, en þar sem við erum ekki komin í net- né heimasímasamband, þá verð ég að bíða aðeins með að setja þær inn. Og þau ykkar sem hafa sent mér mail á hotmail adressuna mína, þá vill tölvan ekki samþykkja leyniorðið allt í einu, þannig að ég kemst ekki inn á póstinn eins og er, en það breytist þegar ég fæ mína tölvu í samband.
Hátíð á Höfn er nýafstaðin og við vorum nú frekar lítið í bænum, en kíktum auðvitað á sýninguna hans Hlyns, sem lukkaðist ekkert smá vel & hann seldi grimmt!! Langaði auðvitað í slatta af myndum eftir hann, en þar sem hann selur aðeins 3 eintök af hverri mynd, þá ákvað ég að leyfa áhugasömum kaupendum að ganga fyrir. Við Óskar ætlum samt að velja eina góða hjá honum & prenta jafnvel á striga.
Svo fékk ég óvænta heimsókn frá honum Binna Jósteins, en hann & Kristján flakka á milli bæja í sumar & selja "candyfloss" & sleikipinna. Dagmar fékk nokkra sleikjóa hjá þeim & var hin ánægðasta :) Alltaf gaman að hitta fólk svona óvænt!
Jæja, ég ætla að slútta þessum pistli, skrapp bara í tölvuna hjá tengdó á meðan ég þvæ nokkrar spjarir, en þvottahúsið er ekki alveg reddí að svo stöddu.
Later alle sammen!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Helló
TIL LUKKU ELSKU ÍRIS. Ég bíð spennt eftir myndunum og aldrei að vita nema maður skelli sér í sveitina í sumar....hahahahaha
Borgarbúi nr.1 er farinn að hugsa sér til hreyfings, ja skrepp kannski bara austur fyrir fjall...hahahaha
verðum í bandi.
Ragna

Nafnlaus sagði...

Verð bara að kvitta.
En til hamingju með húsið, flutningana og allt.
Frábært að heyra að allt gangi vel á Hornafirði.
Bestu kveðjur, Elsa Lára og co.