Long time ago!!
Það er búið að vera ansi mikið að gera undanfarið, þá sérstaklega í náminu. En þar sem ég var svo asskoti dugleg í morgun, þá ákvað ég að nú skyldi ég henda inn einni færslu og hvíla heilabúið í smá tíma.
Brúðkaupið verður 28. júní á næsta ári, þannig að þið sem búið i udlandet, getið farið að plana heimferð þá helgi a.m.k. Er búin að skoða trilljón billjónir kjóla á netinu, en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera, hvaða snið klæðir mig, hvort hann eigi að vera með ermum eða ermalaus, blúndu/ekki blúndu, V-hálsmáli, hlýralaus....og ég veit ekki hvað. Þannig að ef þið teljið ykkur þekkja mig vel og sjáið einmitt ekta "Írisarbrúðkaupskjól" á netinu, þá eru þær hugmyndir vel þegnar
iris-hj@hotmail.com. Það væri reyndar mjög fyndið að sjá hvaða kjóll þið haldið að sé "ég".
Svo fer að styttast í næstu staðlotu í skólanum, og ég þarf meira að segja að vera lengur núna en í fyrra skiptið, heila 9 daga!!! Það er mjög mikið þegar maður er án grislinganna og mannsins...spurning um að vera bara hrikalega dugleg að læra svo tíminn fljúgi áfram. Annars er ég búin að ákveða að það verði sofið út einn morguninn, því það tókst ekki síðast. Ég SKAL sofa út núna!!
Annars er það að frétta af skottunum að Elín Ósk er byrjuð hjá dagmömmu. Ég hélt það myndi ekki takast því aðlögunin fór ekki vel af stað og tók langan tíma. En núna er hún hin ánægðasta og hefur félagsskap af einum 11 mán gutta. Hann ákvað meira að segja að byrja að skríða svo hann gæti veitt Elínu eftirför, en hún er all over the place þessa dagana, tekur stigann eins og ekkert sé. Elskulega dagmamman hefur boðið okkur að hafa Elínu hjá sér lengur en vanalega þá viku sem ég er í burtu, svo Óskar þurfi ekki að taka sér mikið frí. Þvílíkur lúxus að hafa gott fólk í kringum sig.
Dagmar Lilja er bara í stuði og pælir enn mikið í útlitinu, og hefur ennþá miklar áhyggjur af því hvort hún líti nógu vel út fyrir Júlíus og Björgvin. Ætlaði sko ekki í grænum bol í leikskólann í morgun því J & B þætti hann ekki fallegur, en ég náði að sannfæra hana um það að þeir hefðu einmitt sagt mér um daginn að þeim þætti grænn svo rosalega flottur. OK þá! Annars er "Ó mæ god" algengur frasi hjá skvísunni, lágmark sagt 20x á dag :)
Jæja, best að læra aðeins meira, úr því fröken Elín er sofnuð.
Kærar kveðjur úr sveitinni :)